Aðalfundur Prestafélags Íslands var haldinn í Lindakirkju 10. maí síðastliðinn.
Ninna Siif Svavarsdóttir lét af embætti formanns félagsins og Kristín Pálsdóttir hætti einnig í stjórn eftir sex ára setu. Eru þeim þökkuð dýrmæt störf á vegum PÍ. Nýr formaður prestafélagsins er sr. Arnaldur Bárðarson. Auk hans eru í stjórn Anna Eiríksdóttir, Eva Björk Valdimarsdóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Jón Ómar Gunnarsson. Anna og Jón Ómar voru kosin ný inn í stjórnina.

Sr. Arnaldur Bárðarson, nýkjörinn formaður Prestafélags Íslands